mánudagur, mars 07, 2011

Hádegisæfing 7. mars

Hver er að panta þetta veður?
Mættir (nauðbeygðir): maraþonfarar-Dagur, Oddgeir, Johnny, Ívar og Sveinbjörn líka ásamt síamstvíburunum. Ekki var farandi eftir maraþonprógrammi Sigurgeirs þannig að ákveðið var að fara í skjól skógarins og hlaupnir þar nokkrir hringir. Eagle er svo einbeittur þessa dagana að hann fer eftir prógrammi sem hljóðaði upp á brekkuhlaup og fór hann því einn í það. Svo af því að það styttist í maraþonið ykkar langar mig árétta að enginn getur siglt án vinds en kannski kemur að því að einhver verði vindlaus í maraþoninu og þá er gott að hafa í huga að þó menn sigli vindlausir smáspöl þá skilja þeir aldrei við vin sinn, a.m.k. ekki án þess að tárfella...þannig að ... þið þurfið að fara að huga að búningamálum og æfa ykkur í sænskunni, ekki satt?
Alls milli 7-8K
Kveðja,
Sigrún

Engin ummæli: