miðvikudagur, mars 09, 2011

Hádegisæfing 9. mars

Mættir í -10°C í Valsheimili: Ívar, Dagur, Huld og Sigrún en Bjöggi var að lyfta við dúndrandi rokktónlist. Han hefur formlega tekið við starfi tónlistarstjóra Vals. Við hin fórum rólega Hofsvallagötu en snjór var alla leið á stígum sem þó voru greiðfærir. Búið er að ákveða að í Stokkhólmsmaraþoninu verði Dagur fremstur og síðan verður raðað eftir stærð og menn beltaðir saman á sprengjubelti. Ef einhver ætlar út úr fasa og annaðhvort dregst afturúr eða ætlar framúr, t.d. á blindu hliðinni, verður honum umsvifalaust kippt inn aftur og við það springur sprengja í beltinu og þarmeð er viðkomandi hættur í hlaupinu. Eða þetta sagði Dagur allavega...eða ekki?
Alls 8,3K í ekki svo köldu veðri
Kveðja,
Sigrún

Engin ummæli: