miðvikudagur, apríl 27, 2011

Hádegisæfing 27. apríl

Mættir: Ívar í forstarti, Dagur og Jón Örn (í kvartbuxum, sem er bannað fyrir 1. maí), Óli (sem fékk hlaupna skó), Sigurgeir, Sveinbjörn sprettur, Huld, Þórdís og Sigrún. Farin var róleg Hofsvallagata en B liðið fór Suðurgötu og einn úr C liði gekk á köflum. Veður var afburðagott og lofar góðu fyrir sumarið en spáð er 17°C á mánudag. Því er ekki úr vegi að ítreka búningareglurnar: Stuttbuxur/hálfsíðar og sumarlegur bolur eða jakki við frá 1. maí - 1. okt. (var það ekki annars?)
Kveðja,
Sigrún

Engin ummæli: