Mig langar að byrja á að þakka ykkur fyrir góðar kveðjur, en ég þóttist vita að ég yrði hvort eð er of seinn að reporta tímann minn sjálfur. Vel gert Dagur, enda skemmtilega fram sett hjá Tjallanum, flott að geta fengið alla millitímana svona svart á hvítu:)
Það var meira fiðringur í mér en spenningur þegar ég lagðist til hvílu á laugardagskvöldið, búinn að fara yfir það í huganum svona 5 sinnum hvaða ráðs ég gripi til ef ég skildi missa af lestinni heiman frá mér í Twickenham kl. 07:14 niður á Waterloo morguninn eftir, þaðan sem ég myndi svo tengjast öðrum lestum sem kæmu mér yfir á Blackheath stöðina í A-London, þaðan sem ræst yrði út í maraþonið kl. 09:45.
Ég var því pollrólegur þegar ég kom út á Twickenham lestarstöðina snemma að morgni maraþondagsins og sá (mér til mæðu reyndar) að lestirnar voru ekki að ganga (engineering work for god's sake!) og var því með back-upið á hreinu. Hljóp einfaldlega aftur heim og ræsti út frúna og börnin og fékk skutl niður í bæ. Mætti því heldur seinna á "hátíðarsvæðið" en ég hafði ætlað mér og kominn í algjöran hlandspreng - núna af spenningi!
Það voru þrjú svæði fyrir hlauparana (rautt, grænt og blátt) þar sem menn gerðu sig klára og komu sér fyrir á ráslínunni.... eða öllu heldur í rásröðina löngu. Ég var á bláa svæðinu og var þar í "hólfi 6" en það var ætlað þeim sem stefndu á 4 klst hlaup. Þetta var sannkallað hátíðarsvæði, maður drakk einhvern veginn í sig stemninguna en hún var gríðarleg hjá öllum þessum fjölda og einhvers staðar í fjarska heyrði maður viðtöl við einhverjar stjörnur sem voru að gera sig klárar að hlaupa með MÉR! Komið var að Richard Branson sjálfum að ræsa hlaupið...
...rúmum 8 mínútum síðar komst ég yfir ráslínuna loksins og við héldum áfram göngunni... Jæja, 1-2 KM síðar fannst mér ég loksins vera farinn að skokka eitthvað, en æi, þarna var fyrsti sjúkrabíllinn kominn að sækja einhvern óheppinn sem lá ansi rispaður út í kanti og hafði ekki náð á fyrstu drykkjarstöðina. Þetta varð því að fyrsta flöskuhálsinum og við komin aftur í göngu... Smátt og smátt opnaðist þetta aftur og nú blasti við manni ótrúleg sjón: að horfa upp eftir stræti sem teygði sig að því er virtist endalaust áfram og það eina sem sást voru græn tré beggja megin strætisins og svo allir regnbogans litir á hlaupum þar á milli.
Mér leið mjög vel. Hafði borðað og drukkið nokkuð skynsamlega síðustu dagana og var með gelin klár. Fékk mér fyrst að drekka í 10KM og byrjaði þá að gela mig og gerði það á hálftíma fresti eftir það. Það var að brjótast svolítið um í kollinum á mér þetta rólega start að mér fannst, hvernig færi með 4 tíma targetið úr þessu, versus það að fara að breyta um áætlun í miðju hlaupi og byrja bara að njóta þess. Þetta voru svolítið sérstakar pælingar sem héldu áfram í nokkra KM þangað til ég hugsaði að ég skyldi bara halda áfram að njóta þess (eins og hægt er að njóta þess að sjá hvað hægt er að ná út úr líkamanum við þessar aðstæður; logn, sól og 20 stiga hiti) en svo þegar ég var í ca. 30 KM fannst mér eins og ég ætti klárlega að halda áfram að miða við 4 klst. Á þessum kafla sá maður ótrúlegustu fígúrur; banana á hlaupum sem górilla var að elta, slökkviliðsmenn í sínu fulla gervi með kúta á bakinu og hlaupandi í stígvélum (pælið í því!), brúðhjón, verðandi brúðhjón í líki Kate og Prince William, mann klæddan í ristastóran Rubik kubb og var að leysa þrautir á hlaupunum os.frv., os.frv.
Það var meira fiðringur í mér en spenningur þegar ég lagðist til hvílu á laugardagskvöldið, búinn að fara yfir það í huganum svona 5 sinnum hvaða ráðs ég gripi til ef ég skildi missa af lestinni heiman frá mér í Twickenham kl. 07:14 niður á Waterloo morguninn eftir, þaðan sem ég myndi svo tengjast öðrum lestum sem kæmu mér yfir á Blackheath stöðina í A-London, þaðan sem ræst yrði út í maraþonið kl. 09:45.
Ég var því pollrólegur þegar ég kom út á Twickenham lestarstöðina snemma að morgni maraþondagsins og sá (mér til mæðu reyndar) að lestirnar voru ekki að ganga (engineering work for god's sake!) og var því með back-upið á hreinu. Hljóp einfaldlega aftur heim og ræsti út frúna og börnin og fékk skutl niður í bæ. Mætti því heldur seinna á "hátíðarsvæðið" en ég hafði ætlað mér og kominn í algjöran hlandspreng - núna af spenningi!
Það voru þrjú svæði fyrir hlauparana (rautt, grænt og blátt) þar sem menn gerðu sig klára og komu sér fyrir á ráslínunni.... eða öllu heldur í rásröðina löngu. Ég var á bláa svæðinu og var þar í "hólfi 6" en það var ætlað þeim sem stefndu á 4 klst hlaup. Þetta var sannkallað hátíðarsvæði, maður drakk einhvern veginn í sig stemninguna en hún var gríðarleg hjá öllum þessum fjölda og einhvers staðar í fjarska heyrði maður viðtöl við einhverjar stjörnur sem voru að gera sig klárar að hlaupa með MÉR! Komið var að Richard Branson sjálfum að ræsa hlaupið...
...rúmum 8 mínútum síðar komst ég yfir ráslínuna loksins og við héldum áfram göngunni... Jæja, 1-2 KM síðar fannst mér ég loksins vera farinn að skokka eitthvað, en æi, þarna var fyrsti sjúkrabíllinn kominn að sækja einhvern óheppinn sem lá ansi rispaður út í kanti og hafði ekki náð á fyrstu drykkjarstöðina. Þetta varð því að fyrsta flöskuhálsinum og við komin aftur í göngu... Smátt og smátt opnaðist þetta aftur og nú blasti við manni ótrúleg sjón: að horfa upp eftir stræti sem teygði sig að því er virtist endalaust áfram og það eina sem sást voru græn tré beggja megin strætisins og svo allir regnbogans litir á hlaupum þar á milli.
Mér leið mjög vel. Hafði borðað og drukkið nokkuð skynsamlega síðustu dagana og var með gelin klár. Fékk mér fyrst að drekka í 10KM og byrjaði þá að gela mig og gerði það á hálftíma fresti eftir það. Það var að brjótast svolítið um í kollinum á mér þetta rólega start að mér fannst, hvernig færi með 4 tíma targetið úr þessu, versus það að fara að breyta um áætlun í miðju hlaupi og byrja bara að njóta þess. Þetta voru svolítið sérstakar pælingar sem héldu áfram í nokkra KM þangað til ég hugsaði að ég skyldi bara halda áfram að njóta þess (eins og hægt er að njóta þess að sjá hvað hægt er að ná út úr líkamanum við þessar aðstæður; logn, sól og 20 stiga hiti) en svo þegar ég var í ca. 30 KM fannst mér eins og ég ætti klárlega að halda áfram að miða við 4 klst. Á þessum kafla sá maður ótrúlegustu fígúrur; banana á hlaupum sem górilla var að elta, slökkviliðsmenn í sínu fulla gervi með kúta á bakinu og hlaupandi í stígvélum (pælið í því!), brúðhjón, verðandi brúðhjón í líki Kate og Prince William, mann klæddan í ristastóran Rubik kubb og var að leysa þrautir á hlaupunum os.frv., os.frv.
Svo fór draumurinn aftur að fjarlægjast. Það rann upp fyrir mér að mig langaði ekkert í meira gel, var að reyna að koma meiru ofan í mig þegar ég sprengdi gumsið fram í mig og yfir úrið sem varð allt klístrað og mér fannst fara í eitthvað rugl - í bili a.m.k. Svo fór Garmurinn að sýna mér aftur einhverjar tölur sem hlutu að vera réttur tími og ég byggði hlaup mitt á þessu þar til ég var kominn 800M að marklínunni og sá að ég var enn rétt innan við 4 tímana, svo var skilti sem sýndi 600M og svo 400M (djísus, var þetta ekkert að verða búið?). Svo loksins þegar ég komst yfir marklínuna og sagði Garminum að hætta að mæla mig þá sýndi hann mér 4 klst. 00 mín og 31 sek!!
Dagur hefur þó uppljóstrað official tímanum mínum og við hann stend ég. Ég fékk minn verðlaunapening að launum, staðfestingarskjal, epli, mars, vatn, bómullarbol, sportdrykk og koss að launum frá stuðningsfólki mínu sem mér þótti frábært að sjá á milli 11 og 12 mílna marksins. Það veitti manni frábæra hvatningu.
Og svo ég segi nú alveg satt og rétt frá, þá varð mér á einhverju verulega erfiðu augnablikinu hugsað til ykkar og snjóhlaupsins okkar frá því á árshátíðardaginn. Þá mundi ég það ég yrði sá sem myndi setja viðmiðið þetta vorið og nú er það komið og hananú!
Bestu kveðjur héðan úr 25 stigum og sól,
Hjörvar
2 ummæli:
Glæsilegt hjá þér Hjörvar, you did it, bara alveg eins og þú talaðir um, greinilega maður sem stendur við orð sín ;)
Kv
RRR
Enn og aftur...FRÁBÆRT hjá þér.
kv. JÖB
Skrifa ummæli