Sumardags fyrsta hlaupið bar upp á skírdag að þessu sinni og áttum við tvo fulltrúa í hlaupinu, svo vitað sé. Erfiðar aðstæður voru til hlaups, rok og rigning.
Tímarnir:
Sveinbjörn V. Egilsson 23:57 (137. af heild og 16. í flokki)
Dagur Björn Egonsson 32:06 (327. af heild og 69. í flokki)
Vitað er að Sveinbjörn ætlaði sér undir 25 mínúturnar og það tókst með glæsibrag og vel það. Minna er vitað um áform formanns og verður hann sjálfur að svara fyrir sig.
Glæsilegt! Til hamingju.
Mynd
Engin ummæli:
Skrifa ummæli