þriðjudagur, júní 21, 2011

Hádegisæfing 21. júní



Mættir: Sveinbjörn (Suður), Dagur, Óli, Huld og Sigrún fóru Kaplaskjól í frábæru veðri og tani (hjá sumum). Á bakaleið var stoppað í Nauthólsvík og strákarnir þurftu svosem ekki mikla hvatningu til að fleygja sér í sjóinn (ekki á færeysku samt). Samskokk heim í herbúðir Vals, sem virðast okkar FI skokkara síðasta (skálka)skjól þessa dagana. Frábært veður og allir í góðum gír! Ársæll, sem hélt að hann væri einn var á sérleið og var í banastuði.
Yfir og út,
aðalritari
Ath. "Strákarnir okkar" (ykkar) vilja koma því á framfæri við aðstandendur klúbbmeðlima að einn af STO er áberandi best giftur (öfund) því viðkomandi á eiginkonu sem styður hann í hvívetna með ráðum og dáð og snýr jafnvel baki í fótboltaleik (ef henni er gert að fylgja manni sínum þangað) báða hálfleikina og leikur sér glöð og hljóðlát með símann sinn. Þetta kallar maður alvöru klappstýru!!!!!

1 ummæli:

Erla Ruth Jakobskona sagði...

Þakka gott hól í minn garð - hef löngun til að skrifa langa þakkarræðu en...úps...bæði maður og sími bíða mín;-)