fimmtudagur, júlí 07, 2011

Hádegisæfing 7. júlí 2011

Shallalalala ævintýri eeeeen gerast.
Í dag voru mættir hlauparar sem ekki hafa sést í langa tíð og jafnvel hlauparar sem hafa bara aldrei sést. Það var náttúrulega ævintýralega gott veður (miðað við sumarið hingað til). Formaðurinn, Vansæll, 3R og Bjössi Bronco voru mætt á pinna og hlaupu eins og vindurinn (því það var einginn vindur) áleiðis í bæjarrúnt en sveigðum af leið neðarlega í Lönguhlíð (v/ þoku við sjóinn) tókum Kringlumýrarbrautina áleiðis niður í Bullhillscreek. Hvar karlpeningurinn fækkaði allverulega fötum og "deyf" sér í sjóinn. (Sögnin að dýfa beygist sterkt í kenninmyndum á eftirfarandi hátt ef einhver skyldi vera að pæla í því, Dýfa, deyf, dufum, dofið) 3R hafið vit á að forða sér heim á hótel áður en þessi ófögnuður hóf buslugang sinn þarna í óþökk sela á svæðinu. (Það var í alvöru selur þarna að horfa á okkur). Vart mátti á milli sjá hvor var hærri í fituprósentunni selurinn eða við. Að sundferð lokinni var "hlupið" heim og aðstaðan á Hotel Natura gjörnýtt. Landsliðs tók með sér eina drottningu úr Distribution deildinni að nafni Birta (hér eftir kölluð Brightness)og fóru þær Suðurgötuhring í þokunni þar. Oddný úr hópadeild var líka mætt og fór ótroðnar slóðir, þ.e. ég veit ekki hvert hún fór.
Mikið djöfull var þetta æðislegt.
Þið eruð frábær,
nú tek ég bláu pilluna
Kv. Bronco-inn

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Einnig sást til Gerðar úr Fjárvakri.

Icelandair Athletics Club sagði...

BB-high five from SBN!
http://www.youtube.com/watch?v=9y3DPRaxDk8

Nafnlaus sagði...

Tær snilld og frábært að vera með ykkur

Kv
3R