föstudagur, júlí 08, 2011

Hádegisæfing 8. júlí

Mættir á Hótel Natura: Dagur, Bryndís og Sigurgeir.

Bryndís rétt missti af okkur og fór skógræktarhring. Dagur og Sigurgeir fóru miðbæ eins og lög gera ráð fyrir á föstudögum!

Nú fer að styttast í Reykjavíkur maraþon og margir farnir að huga að undirbúningi fyrir það hlaupið ef ekki nú þegar byrjaðir. Það hefur verið ákveðið að setja upp æfingaplan í hádeginu sem hentar öllu.

Mánudagur: Rólegt
Þriðjudagur: Tempó
Miðvikudagur: Rólegt
Fimmtudagur: Sprettir
Föstudagur: Miðbær
Laugardagur/Sunnudagur: Frjálst

Þetta er að sjálfsögðu frjálst og engin skylda að fara erfiða æfingu á þriðjudegi eða fimmtudegi ef einhver vill það ekki. Það verður bara skrifað um það hérna á síðunni og allir félagsmenn geta gert grín að viðkomandi ef hann/hún tók ekki þátt æfingu dagsins :o)

Kveðja,
Sigurgeir

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt, líst mjög vel á þetta :)Þarf á öllum ykkar stuðningi að halda til að ná markmiðum RM!
Kv
RRR