fimmtudagur, ágúst 25, 2011
Turn to stone
Eitthvað virðist bera á afbrýði karlmanna í klúbbnum um þessar mundir í garð Síamssamsteypunnar og er ýjað að því fjálglega að þær telji sig yfir aðra klúbbmeðlima hafnar hvað æfingatíma áhrærir. Þetta er slík reginfirra og misskilningur og leiðréttist hér með. Síamstvíburarnir tóku sprettæfingu skv. plani í dag í brautinni okkar og þá var hvergi hægt að greina karllæg gen eða annað sem minnti á meðlimi FI skokks. Tvíburarnir eru steinrunnir yfir yfirlýsingum þessum og steini lostnar og hvetja þá sem telja sig syndlausa að kasta fyrsta steininum.
Og til að undirstrika sorg tvíburanna yfir ummmælum þessum birtist hér ljóð Steins Steinarrs:
Það vex eitt blóm fyrir vestan
Það vex eitt blóm fyrir vestan,
og vornóttin mild og góð
kemur á ljósum klæðum
og kveður því vögguljóð.
Ég ann þessu eina blómi,
sem aldrei ég fékk að sjá,
og þangað horfir minn hugur
í hljóðri og einmana þrá.
Og því geng ég fár og fölur
með framandi jörð við il.
Það vex eitt blóm fyrir vestan
og veit ekki, að ég er til.
Kveðja góð,
SBN
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Karlmenn eiga bara svo erfitt með að tjá sig, þar sem þeir vildu segja er, við söknum ykkar elsku Síams, viljið þið ekki fara að mæta? án ykkar erum við vængbrotnir!!
Haldið áfram á ykkar braut, þeir verða bara að bíða þolinmóðir eftir ykkur þar til eftir maraþon en sannir vinir skilja mæta vel að stundum þarf maður að breyta til og taka á móti manni aftur með opnum örmum :)
Gangi ykkur vel í undirbúninginum, fylgist með ykkur :)
Knús
3R
Þá er bara ein leið til að afsanna þetta og það er að mæta kl. 12:08 og hlaupa með okkur :o)
Kv. Sigurgeir
Rúna er alveg með þetta ;-).
Knús, Huld
Skrifa ummæli