fimmtudagur, september 29, 2011

Árshátíðin 2011 verður 14. október



Ágætu félagar.
Nú er það fastákveðið sem auglýst var að árshátíðin okkar verður haldin þann 14. október í húsakynnum Huldar Konráðsdóttur og fjölskyldu, Stigahlíð 52. Félagsmenn og makar eru hjartanlega velkomnir og hvattir til þess að mæta. Húsið opnar kl. 19:00 og klæðnaður er frjáls. Gott er hinsvegar að hafa í huga að snyrtimennska, hófsemi og prúðmennska eru eiginleikar sem sem flestir ættu að hafa að leiðarljósi þessa kvöldstund, sem og alla daga. Að venju verður aðalfundi skotið inn í annars skemmtilega dagskrá þar sem félagsmenn og makar gera sér glaðan dag með mat og drykk við hæfi. Skráning í gleðina fer fram hér í "comments", fyrir þriðjudaginn 11. október. Fjölmennum í stuði-
SBN f.h. stjórnar

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Uuuuu...mæti að sjálfsögðu með frúnna.

Partý kveðjur, Dagur

Nafnlaus sagði...

Ég og Ása mætum á svæðið :o)

Kv. Sigurgeir

Nafnlaus sagði...

Og við Úlfar!

Kv.

Bryndís

Icelandair Athletics Club sagði...

SBN + OAR

Nafnlaus sagði...

Fjölnir mætir

Nafnlaus sagði...

Sæli mætir, einfaldur eða tvöfaldur kemur í ljós á morgun !

Nafnlaus sagði...

Því miður verð ég fjarverandi, kominn til Forida að spila golf elskurnar, eigið skemmtilegt og ánægjulegt kvöld. Það verður rólegt á aðalfundinum þetta árið. kv/ jóhann úlfarsson

Nafnlaus sagði...

Ég mæti, einn eða þá jafnvel með konunni, kemur í ljós fljótlega.

Ívar.

Nafnlaus sagði...

Ég mæti.

Kv. Laufey

Nafnlaus sagði...

Ég mæti og mæti einn

Nafnlaus sagði...

Mæti
GI

Nafnlaus sagði...

AJM plús 1.

Nafnlaus sagði...

Sveinbjörn mætir + Sigrún

Kveðja,

Sveinbjörn