mánudagur, september 19, 2011

CRAFT 2011



Ágætu félagar.

Starfsmönnum Icelandair hlaupsins, sem eru jafnframt félagsmenn, gefst kostur á að fá niðurgreiddan Craft hlaupafatnað sem valinn hefur verið. Um er að ræða renndan, langerma bol og síðar hlaupabuxur. Hægt er að máta fatnaðinn hjá Daníel Smára í Afreksvörum í Glæsibæ. Þeir sem ekki hafa pantað stærðir eru beðnir um að senda póst á sbn.crew@icelandair.is fyrir föstudaginn 23. september. Vinsamlegast tilgreinið hvort þið hyggist panta bæði buxur og bol, eða annaðhvort. Takið einnig fram hvort um karl- eða kvenstærð er að ræða. Kostnaður hvers meðlims er u.þ.b. kr. 4000.- pr. stk. en skokkklúbburinn greiðir mismuninn. Hjálagðar eru myndir af fatnaðinum en iðkendum er frjálst að velja aðra liti af bol, sem skoða má í verslun Afreksvara.

Með þökk fyrir aðstoðina í Icelandairhlaupinu,
SBN f.h. stjórnar

Engin ummæli: