Ágætu félagar.
Starfsmenn hlaupsins á fimmtudaginn, þann 15. september eru vinsamlegast beðnir um að mæta tímanlega að höfuðstöðvum Icelandair, eða um kl. 16:00, til undirbúningsvinnu fyrir hlaupið. Allir starfsmenn hlaups klæðast skærlitum öryggisvestum sem afhent verða fyrir framan hótel en þar verður einnig úthlutað verkefnum. Starfsmenn eru síðan vinsamlegast beðnir um að skila vestunum aftur til framkvæmdastjóra hlaups, Sigurgeirs Más, eftir hlaup.
Með góðri hlaupakveðju og þökk,
stjórn IAC
Engin ummæli:
Skrifa ummæli