þriðjudagur, september 13, 2011
Hádegisæfing 13. sept
Mættir: Dagur, Ársæll, Sveinbjörn, Fjölnir, Guðni (nýliði og kandídat sem næsti framkvæmdastjóri Icelandair hlaupsins), Þórdís, Erla og Huld.
Ársæll hefur tekið við af B. Bronco sem kvennaljómi félagsins og hann stakk snemma af stað í Hofsvallagötuhring með Þ og E en Huld mætti of seint á startpinna og þurfti að gera sér að góðu að hlaupa með okkur hinum. Við fórum Suðurgötu en D og F hlupu 4x800m spretti via Lynghagann. Pikkuðum Sveinka upp á ströndinni og hann nelgdi síðustu tvo sprettina með okkur.
Lentum svo í fanginu á lögreglu og bodygard-sveit er heim á hótel var komið sem skýrist af heimsókn sendinefndar kínverska þingsins til Íslands. Þrátt fyrir mjög stranga gæslu og afbrigðilegar teyjur formanns á plani, sluppum við í gegn að lokum.
Kveðja,
Fjölnir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli