mánudagur, september 12, 2011

Taumlaus gleði síamstvíburanna


Gleði S1 og S2 var fölskvalaus í dag á löngu æfingu vikunnar en þá brutu þær leiðakerfið upp og skelltu sér út að álveri og síðan fjallabaksleið til baka. Ekki er það ásetningsbrot af þeirra hálfu að sniðganga æfingar FI skokks þessa dagana heldur er einungis um sérsniðið æfingaplan að ræða, þar sem náin samskipti við vini og vandamenn eru stranglega bönnuð, fram að keppnisdegi í Chicago. Þetta skilja allir sannir og hreinræktaðir íþróttamenn.
LOL,
SBN

Engin ummæli: