sunnudagur, september 11, 2011

Fyndnar fjölskyldumyndir 10.09.'11





Misjafnt hafast mennirnir að. Sumir eiga afmæli og bregða undir sig betri fætinum, aðrir fá hlaup í afmælisgjöf. Þetta henti einmitt einn félagsmann úr FI skokki í gær er hann tók við 21,1 km hlaups gjöf frá eiginkonu sinni er fram fór í Vestmannaeyjum, Pompei norðursins, í fyrsta sinn. Eiginkonan ákvað að vera svolítið stórtæk í ár og gefa eiginmanninum lengstu gjöfina en hægt var að kaupa 5km, 10km og 21,1km til gjafa. Hlaupið fór fram í blíðskaparveðri að hætti eyjarskeggja og mátti sjá fleiri valinkunna hlaupara á svæðinu. Brautin var einstaklega erfið, snarbrattar brekkur og svínslega niðurhallandi slakkar hvert sem augað eygði. Afmælisdrengurinn leysti út sína gjöf með mestu prýði og ánægju og setti enn eitt PB-ið á árinu og varð 4. yfir heildina í sinni vegalengd. (úrslitin hafa ekki verið birt ennþá v. skemmda á sæstreng). Til öryggis hafði eiginkonan þó ræst út eina sjúkrabílinn á eynni, ef ske kynni að eiginmanninum dytti í hug að ráða henni bana fyrir höfðingskapinn. Allt fór þó á besta veg og afmælisdrengurinn gekk alsæll frá verkefninu með þeim orðum að betri afmælisdag hefði hann jafnvel aldrei upplifað.
HeildarúrslitKveðja úr verinu (tölvu)
SBN

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er ekki hægt að hugsa sér betri afmælisgjöf :-). Til hamingju, Oddgeir!
Kv. Huld

Nafnlaus sagði...

Til hamingju Oddgeir...bæði með PB og afmælið :o)

Kv. Sigurgeir