Allmargir félagsmenn hafa lýst því yfir að þeir eigi ekki heimangengt í áður auglýst aðventuhlaup fimmtudaginn 15. desember. Því hefur stjórn skokkklúbbsins ákveðið að fresta aðventuhlaupinu til fimmtudagsins 22. desember.
Lagt verður af stað frá Hótel Loftleiðum kl 17. Lengd hlaupsins mun ráðast af veðrinu þann dag en þó er ekki gert ráð fyrir lengra en 45 mín. hlaupi.
Félagsmenn munu fá aðgang að sturtuaðstöðu, sauna og heitum potti á Sóley Natura Spa á Hótel Loftleiðum sér að kostnaðarlausu. Félagsmenn þurfa hins vegar sjálfir að koma með handklæði og sundfatnað. Kann stjórn skokkklúbbsins stjórnendum Sóley Natura Spa bestu þakkir fyrir þetta rausnarlega boð.
Að hlaupi loknu mun skokkklúbburinn bjóða hlaupurum upp á hressingu á bar hótelsins.
Kveðja,
Stjórn skokkklúbbsins
1 ummæli:
Heil og sæl. Damn kem degi of seint en góða skemmtun og hlakka til að sjá ykkur í Gamlárshlaupinu, er ekki góð mæting í það annars?
KV
RRR - Boston Maraþon Entry -hafi!!:-)
Skrifa ummæli