laugardagur, desember 17, 2011

Undir hvaða nafni vilt þú að meðlimir klúbbsins keppi?

Á síðasta aðalfundi var nýrri stjórn falið að ákveða nafn sem notað skal af meðlimum klúbbsins þegar þeir keppa á hans vegum.  Stjórnin hefur nú efnt til skoðanakönnunar á blogginu þar sem félagsmönnum er boðið að kjósa um þau fjögur nöfn sem stjórnin hefur ákveðið að komi til greina.  Skoðanakönnunin verður opin til kl 16, fimmtudaginn 22. desember og mun stjórnin kynna niðurstöðu hennar á aðventuhlaupinu, sem hefst klukkustund síðar.

Þeir meðlimir klúbbsins sem hafa skoðanir á þessu máli eru hvattir til þátttöku í könnuninni.  Stjórnin mun síðan hafa niðurstöðu skoðanakönnunarinnar til hliðsjónar þegar endanleg ákvörðun um nafnið verður tekin.

Kveðja,
stjórnin

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hefði nú kosið nafnið sem mér finnst mest viðeigandi núna og það er "Guðni og gellurnar". Ég myndi glöð horfa á ykkur keppa undir þeim merkjum.
Kv. SBN