Stjórnarfundur FI-Skokk (2. fundur tímabilsins 2011-2012)
15. desember 2011, kl. 1200 á skrifstofu Icelandair
Mættir: Jón Örn - formaður, Ívar - gjaldkeri og Oddgeir - ritari
Annar fundur stjórnar tímabilið 2011-2012. Fundargerð síðasta fundar samþykkt. Jafnframt var lagt til að dagskrá komandi funda verði kynnt stjórnarmönnum í fundarboðinu. Eftirfarandi mál voru á dagskrá þessa fundar:
- Ákveðið var að félagsgjöld næsta árs verði óbreytt.
- Uppfæra þarf félagatal klúbbsins/netföng. Mál í höndum formanns og ritara.
- Uppfæra þarf lög félagsins til samræmis við ákvarðanir síðasta aðalfundar. Mál í höndum ritara.
- Formaður hyggst kynna hádegishlaupin fyrir starfsmönnum Icelandair á Mywork strax eftir áramót.
- Keppnisnafn klúbbsins: Skoðanakönnun verður útbúinn og birt á blogginu innan skamms og verða niðurstöður hennar síðan kynntar í aðventuhlaupinu 22. desember. Stjórnin mun hafa niðurstöður skoðanakönnunarinnar til hliðsjónar þegar endanleg ákvörðun um nafn verður tekin.
- Formaður er búinn að hafa samband við Dag vegna þemadaganna en nánari útfærsla liggur ekki fyrir.
- Gjaldkera var falið að ganga frá prókúru-málum við fráfarandi gjaldkera klúbbsins eftir fyrsta stjórnarfund. Málið er enn í vinnslu en verður væntanlega klárað í næstu viku.
- Sturtuaðstöðumálin: Vel var tekið í málið að hálfu stjórnenda Icelandair. Þó er ljóst að sturtuaðstöðu verður ekki komið upp í höfuðstöðvum Icelandair við núverandi aðstæður m.a. vegna þess að nauðsynlegar frárennslislagnir eru ekki lengur til staðar. Gjaldkeri klúbbsins mun halda málinu áfram opnu gagnvart stjórnendum Icelandair.
- ASCA: Austrian mun halda ASCA Cross Country 2012 í Vín. Endanleg dagssetning er ekki komin frá þeim en gert er ráð fyrir að hlaupið fari fram einhverntíma á tímabilinu 27. apríl – 29. maí.
- Hlaupadagskrá FI-Skokk: Stjórn FI-Skokk hyggst birta lista yfir þau hlaup og atburði á árinu 2012 sem gaman væri fyrir meðlimi klúbbsins að sameinast um að mæta í. Dagskráin verður birt á blogginu fljótlega.
- Starfsáætlun tímabilsins 2011-2012 endanlega útfærð auk annarra áhersluatriða stjórnar (sjá nánar í fundargerðinni).
Endanleg starfsáætlun fyrir komandi tímabil liggur nú fyrir og er svohljóðandi:
- Næsti aðalfundur/árshátíð verði haldin(n) í október eða nóvember 2012.
- Almenningshlaup Icelandair fari fram fyrsta fimmtudag í maí 2012. Framkvæmdastjóri hlaupsins verður sá sami og undanfarin ár (Sigurgeir).
- Stefnt skal að þátttöku í ASCA víðavangshlaupi á næsta ári. Gert er ráð fyrir úrtökumóti í aðdraganda hlaupsins.
- Aðventuhlaup í desember á þessu ári. Verður með svipuðum hætti og síðustu ár.
- Ný stjórn hyggst leggja metnað sinn í að hvetja starfsmenn Icelandair Group til hlaupa. Verður sjónum einkum beint að þeim sem eru byrjendur eða hafa lítið hlaupið upp á síðkastið. Stefnt að því að setja þessa vinnu í gang með vorinu (2012). Hugmyndin er sú að fylgt verði 10 vikna æfingaáætlun fyrir byrjendur (frá mars og fram í maí). Formaður klúbbsins hefur lýst sig reiðubúinn til að halda utan um þetta verkefni (kynningu og framkvæmd æfingaáætlunar) með hjálp og aðstoð annara meðlima klúbbsins.
Auk starfsáætlunarinnar teljast eftirfarandi atriðið til sérstakra áhersluatriða stjórnar:
- Ný stjórn hyggst kanna hvort aðrir raunhæfir möguleikar séu til staðar hvað varðar sturtuaðstöðu félagsmanna. Verður m.a. athugað hvort hægt sé að koma upp sturtuaðstöðu í húsnæði Icelandair.
- Stjórn klúbbsins hefur áhuga á að viðhalda þeim góða sið að hver dagur vikunnar hafi sitt þema (mánudagur – rólegur, þriðjudagur – sprettir/ brekkur o.s.frv.). Stjórnin hyggst leita til eins af reyndari meðlimum klúbbins (Dagur) varðandi áframhaldandi útfærslu og viðgang þessa góða siðs. Þá er ekki útilokað að „gesta-þjálfarar“ fái að leika lausum hala öðru hvoru.
- Stefnt er að því, eftir því sem sjóðsstaða leyfir, að þeir meðlimir klúbbsins er taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á næsta ári fái þátttökugjald að hluta eða öllu leyti endurgreitt. Þá verður möguleiki til þátttökukostnaðar í öðrum atburðum metinn hverju sinni (t.d. ASCA).
Þau verkefni sem liggur fyrir að vinna þurfi í fyrir næsta stjórnarfund:
- Kynna skokkklúbbinn á Mywork, þ.m.t. hádegishlaupin – formaður
- Útfærsla á þemadagsæfingunum – formaður, í samráði við Dag
- Ákveða endanlega keppnisnafn skokkklúbbsins – stjórnin
- Kynna starfsáætlun og sérstök áhersluatriði stjórnar fyrir tímabilið 2011-2012 á blogginu – ritari
- Koma jarðneskum eigum klúbbsins fyrir í geymslu hjá umsjónamanni fasteigna – gjaldkeri
- Birta hlaupadagskrá FI-Skokk - ritari
- Hefja forundirbúning Icelandairhlaupsins, m.a. útfærslu hlaupaleiðar – stjórnin
Næsti fundur áætlaður í janúar 2012
Fundi slitið 1330
Engin ummæli:
Skrifa ummæli