miðvikudagur, janúar 18, 2012

Miðvikudagur 18. janúar - Hverjir eru menn með mönnum?

Undirritaður ákvað að mæta í hádeginu, þrátt fyrir rysjótt veður, m.a. til að athuga hverjir væru menn með mönnum.  Því miður virðist nokkur skortur á mönnum með mönnum í hópnum sem stendur þar sem ekki einn einasti kjaftur lét sjá sig.  Hefðbundinn hringur (réttsælis í þetta skipti) um Hofsvallagötu og Valsheimili, alls 8.6 km, sóló.

Ritarinn

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég og Ólafur hörfuðum vegna veðurs inná hlaupabrettin í Sóley Natura Spa. Tókum góða æfingu með líkamsbeyjum og réttum included.

Kveðja, Dagur