Óskalagið
Mættir í slagviðri: Þórdís, Katrín, Sveinbjörn, Ársæll, Guðni, Dagur og vondu stjúpurnar. Ívar Hlújárn var á Guðs vegum.
Fórum frá HL inn í Fox með léttri upphitun og síðan voru teknir 2* 6mín. tempókaflar með smá labbi á milli og niðurskokki 2k í restina.
Séð og heyrt á æfingunni: "Djöfull hlakka ég til þegar ég verð orðinn ljótur og gamall og allir hætta að klípa mig (í rassinn)".
Alveg fínasta æfing.
Kveðja,
SBN
Ath. Myndin sýnir vondu stjúpurnar á góðum degi (Degi/deigi?)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli