Útlit er fyrir hörkukeppni í ASCA-víðavangshlaupinu í lok apríl nk. Eins og áður hefur komið fram fer hlaupið fram í Vínarsnitseli og er í boði Austrian.
Þátttaka er með allra besta móti en 6 kvennalið og 7 karlalið hafa boðað komu sína. Stjórn Skokkklúbbs Icelandair hefur unnið hörðum höndum að því að koma saman sterku en jafnframt léttleikandi liði og er óhætt að segja að það verði valinn kven(maður) í hverju rúmi þegar lagt verður af stað til Vínar 27. apríl nk.
Hér að neðan má sjá þau lið sem nú þegar hafa staðfest þátttöku sína í ASCA-víðavangshlaupinu (staðfestur fjöldi þátttakenda er innan sviga).
Konur:
Austrian Airlines (5)
British Airways (4)
SAS (2)
Icelandair (4)
Lufthansa (6)
Iberia (3)
Menn:
DHL (6)
Iberia (7)
Lufthansa (6)
SAS (3)
Austrian (8)
Icelandair (6)
British Airways (6)
Lið Icelandair verður tilkynnt hér á bloggsíðunni á allra næstu dögum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli