miðvikudagur, mars 07, 2012

Úrtökumót ASCA

ASCA víðavangshlaupið fer að þessu sinni fram í Vín helgina 27-29. apríl.
Úrtökumót Skokkklúbbs Icelandair fer hins vegar fram í hádeginu fimmtudaginn 15. mars nk. Hlaupinn verður hefðbundinn ASCA hringur í skógi Öskjuhlíðar (konur hlaupa nokkra hringi og karlar aðeins fleiri). Úrslit úrtökumótsins verða höfð til hliðsjónar við val á þátttakendum sem sendir verða út fyrir hönd klúbbsins í lok apríl.
Um leið fer stjórn Skokkklúbbs Icelandair þess á leit við þá félagsmenn sem hafa hug á því að keppa í Vín í apríl að þeir tilkynni slíkt í athugsemdakerfið sem fyrst. Munið að láta nafn ykkar fylgja með tilkynningunni. Þetta er mikilvægt þar sem stjórnin þarf að svara því innan skamms hvort Icelandair sendi lið í keppnina eða ekki.
Kveðja,
Stjórn Skokkklúbbs Icelandair

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kemst því miður ekki þann 15. mars í hringsól í Öskjuhíð en óska öllum árangurs og góðs gengis.
Er áhugi fyrir Vínarferð?
Anna Dís