miðvikudagur, apríl 11, 2012

Síðdegisæfing 10. apríl

Mættir: Guðni, Dagur, Óli, Ívar, Huld, Fjölnir og Sigurgeir.

Þar sem sprett- og tempóæfingar eru farnar að taka 80-90 min hafa EDI-farar ákveðið að taka þessar æfingar kl. 17:08 á þriðjudögum og fimmtudögum til að geta klárað þær skv. æfingaráætlun. Það eru að sjálfsögðu allir velkomnir að mæta með okkur á þessum tíma og skemmta sér í góðum hóp :o)

Í dag voru 25wup/wdn + 7x800m sprettir í boði. Við fórum frá HRN að Kópavogsvelli þar sem sprettirnir voru teknir á braut. Allir voru ánægðir með að taka þetta á Kópavogsvelli nema Fjölnir sem fékk í magann og átti erfitt á heimavelli Breiðabliks! Vonandi mun hann taka völlinn í sátt og mæta ferskur næsta þriðjudag.

Kv. Sigurgeir

Engin ummæli: