Hluti Edínaborgarfara mættu á hádegisæfinguna: Þeir sem hyggjast hlaupa heilt maraþon tóku tempó (ekki sjampó) æfingu sem fólst í:
- 28 mínútna forhitun (náðist ekki alveg vegna tímaskorts)
- 2 sinnum 15 mínútna tempói með 4 mínútna rólegu skokki á milli
- og svo 28 mínútna kólnun (náðist heldur ekki alveg vegna tímaskorts).
Þetta framkvæmdu þeir FOD auk G (ekki Edínaborgarfari). Að auki vóru mættar Edínaborgar 1/2 maraþon fararnir Síams, auk Gunnar. Þær stúlkur ákvaðu að vera ekkert að æsa sig of mikið og tóku eitthvað rólegri æfingu en strákarnir.
Það spurðist út að Í hefði tekið sína tempóæfingu snemma um morguninn.
Í kvöld fer svo Icelandairhlaupið fram. Veðrið lofar góðu.
Góðar stundir,
ritari skokkklúbbsins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli