Hið árlega Icelandairhlaup fór fram fimmtudaginn 3. maí. Mjög góð þátttaka var í hlaupinu enda veður með allra besta móti. Alls skiluðu 557 hlauparar sér í mark sem er ekki langt frá metinu sem slegið var árið 2010 (sjá mynd hér að neðan er sýnir fjölda þeirra er hafa skilað sér í mark frá árinu 1995).
Vegalengd hlaupsins var sem fyrr 7 km. Sigurvegari hlaupsins var Kári Steinn Karlsson á tímanum 21:20. Fyrst kvenna var Fríða Rún Þórðardóttir á tímanum 27:33. Nánari úrslit hlaupsins má nálgast á hlaup.is.
Öll framkvæmd hlaupsins gekk eins vel og á verður kosið, ekki síst fyrir sakir að óvenju margir meðlimir skokkklúbbsins, auk annara velunnara, sáu sér fært að mæta til vinnu. Já, það er óhætt að segja að það hafi verið valinn starfsmaður í hverju rúmi. Vilja framkvæmdastjóri hlaupsins, Sigurgeir Már Halldórsson, og stjórn skokkklúbbsins koma á framfæri þökkum til allra þeirra er lögðu hönd á plóg. Vonandi verður næsta Icelandairhlaup enn stærra og glæsilegra!
Hér má svo sjá nokkrar myndir frá hlaupinu.
Mynd - Siggi Anton |
Mynd - Siggi Anton |
Mynd - Siggi Anton |
Mynd - Siggi Anton |
Mynd - Siggi Anton |
Mynd - Siggi Anton |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli