fimmtudagur, júlí 12, 2012

Fimmtudagurinn 12. júlí - Kolbrabbinn er mættur aftur

Í kjölfar þess að Gunnur hafði óskað sérstaklega eftir brekkusprettum í dag var ákveðið að rifja upp Kolkrabbann.  En hvað gerðist?  Þegar félagsmenn mættu á ráspól um hádegisbil voru Gunnur og Hekla alsælar að ljúka sinni æfingu (engar brekkur).  Þær ákváðu sem sagt að "taka bara löns áðetta" einhvern tíma seinna.

Þeir sem mættu kl. 1208 voru JB, Anna Dís, Þórdís, Dagur, Guðni (hlaupastíll hans tekinn fyrir á æfingunni í gær), Síams og O.  Eftir 2 km upphitun var lagst til atlögu við Kolkrabbann, alls 4 mislangir/sterkir armar.  Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að 3 af 8 félagsmönnum voru að þreyta þessa raun í fyrsta skipti.  Niðurskokk í framhaldi af Kolbrabbanum.  Alls rúmir 8 km.

Ritari

Engin ummæli: