Einungis kvenkyns félagsmenn sáu sér fært að mæta á æfingu dagsins. Anna Dís, Steinunn Una, Þórdís og Huld notuðu tækifærið og spókuðu sig í miðbænum við fádæma athygli vegfarenda. Fór svo að umferð stöðvaðist og öll starfsemi lamaðist á meðan þær þeystust um miðbæinn í litríkum fatnaði. Nokkrir aðdáendur reyndu að ná sambandi við meyjarnar sem gáfu ekki færi á sér. Óþekkti skrifstofumaðurinn naut þó athygli þeirra um stund. Eitthvað um 7,5 km.
Kveðja, HUK
1 ummæli:
Slysa-gildrur ;)
Skrifa ummæli