fimmtudagur, júlí 19, 2012

Fimmtudagurinn 19. júlí - Tempúr

Mætt í  hádeginu voru JayZ (alias JB), Síamsfræin og O(bama).  Ekki virtist mikill áhugi hjá fyrir tempúræfingu dagsins, a.m.k. ekki til að byrja með.  Þar sem mannskapurinn stóð ráðvilltur á horni Hringbrautar og Hofsvallagötu og réð ráðum sínum, birtust þeim þrír íðilfagrir meðlimir klúbbsins á leið austur Hringbraut.  Þetta voru þær Þórdís, Gunnur og Katrín Spa.  Hvað voru þær eiginlega að gera þarna?  Jú, þær voru "bara að taka 10 km" eins og þær orðuðu það (svona nokkurn veginn).  Eftir að hafa skipst á kveðjum í smá stund skeiðuðu þær áleiðis að hótelinu en tempúr-liðið hélt af stað.  Skildi þéttu tempó haldið að dælustöð og var  það og gert (alls 3 km).  Eftir það var niðurskokk.  JayZ og O(bama) tók síðan smá aukarúnt til að ná 10 km (Síamsfræin voru þegar búin að ná því).

Ritari

Engin ummæli: