föstudagur, júlí 20, 2012

Föstudagurinn 20. júlí - Bæjarrúntur um bakgarða borgarinnar

Mætt voru: Síams, O, Arndís Ýr og Jón Grillari.  Þjófstartið að þessu sinni sáu þær María og Bryndís um (fóru að sögn flugvallarhring um Suðurgötu).  Hin fimm lögðu af stað í bæinn þar sem komið var víða við, þó víða væri leitað, en þó sérstaklega í bakgörðum hinna ýmsu húsa í mið- og vesturbæ borgarinnar.  Alls 8 km.  Reyndar var aðeins kvartað yfir háum hraða í þessum bæjarrúnti.  Ég læt ykkur lesendur góðir um það að giska á hvert hinna fimm fræknu féll helst grunur á.

Ritari

Engin ummæli: