Mætt í dag voru Síams, JB, O og Sveinki.
Svo virðist sem, ef marka má mætinguna í dag og síðustu daga, að allflestir meðlimir klúbbsins sem eru vanir að láta sjá sig í hádeginu séu í sumarfríi. Reyndar eru 4 af þeim 5 er mættu í dag einnig í sumarfríi, en þau létu það hins vegar ekki koma í veg fyrir mætingu.
Nokkuð var kvartað undan þreytu og var því farinn rólegur hringur um Hofsvallagötu. Að vísu stytti Sveinki sér leið með því að beygja inn í Björnsbakarí á Hringbraut og panta sér sérbakað. O lengdi síðan aðeins í og fór um Kaplaskjól. Eins gott að menn taki lýsi í fyrramálið þar sem von er á sprettum.
Ritari
Engin ummæli:
Skrifa ummæli