miðvikudagur, júlí 25, 2012

Miðvikudagur 25. júlí - Blotnar maður minna með því að hlaupa í rigningu í stað þess að ganga?

Það er greinilegt að æfing gærdagsins sat í fólki, a.m.k. ef marka má mætingu dagsins.  Aðeins mættu á tíma (svo vitað sé) Síamskettirnir tveir og Oddgeir.

Ákveðið var að fara hefðbundinn flugvallarhring.  Strax var ljóst að nokkur þreyta var í mannskapnum og er komið var að Þjóðminjasafninu beygðu Síamskettirnir skyndilega af leið og hurfu niður Suðurgötu - skildu sem sagt Oddgeir eftir á Hringbrautinni.  Oddgeir ákvaða að hlaupa um Hofsvallagötu og ákvað jafnframt að bæta aðeins í í þeirri veiku von að geta náð Síamsköttunum áður en komið yrði að HLL.  Þegar hann nálgaðist Dælustöð sá hann tvær þústir í fjarska, nálgaðist þær óðfluga, og náði þeim loks.  Þústirnar reyndust vera Síams á göngu eftir Ægissíðunni.  Að lokum fengust þær af stað.  Nálægt Kafara birtist svo skyndilega gamle Ole úr leyni á öfugum hring, með írskt söngvatn í kverkum.  Hann sneri við á punktinum og hljóp með Síams og Oddgeiri til baka að HLL.  7-9  km hjá Síams og Oddgeiri og rúmlega 3 km hjá Ole.

Nokkuð ringdi síðastu tvo kílómetrana og var tíminn notaður til að fara yfir niðurstöðu nýjustu rannsóknar á því hvort maður blotni minna með því að hlaupa á milli staða í rigningu í stað þess að ganga.  Niðurstaða nýjustu rannsóknarinnar (ólíkt fyrri rannsókn) er sem sagt sú að það skiptir máli hvort þú hleypur eða gengur - Almenna reglan er sú að þú blotnar minna ef þú hleypur.

Gjört 25. júlí, Anno 2012
Ritari FI Skokk

Engin ummæli: