Mætt á gæðaæfingu dagsins voru: Sigrún, Guðni, Dagur og Oddgeir. Hefðbundinn Hofsvallagötuhringur (sem er rangsælis) með 6x800m sprettum er hófust við Björnsbakarí á Hringbraut og lauk skömmu fyrir komu að HLL. Áhugaverðar umræður um forsetakosningarnar voru að komast í gang er sprettirnir hófust. Eftir það var hvorki minnst á Óla né Þóru þar sem öll umframorka sumra fór í að reikna ætlað "peis" sprettanna miðað við sub40 markmið Guðna. Alls hlaupnir ca. 9 km.
Ritari
1 ummæli:
http://www.multisports.com/archives/40_min_10k.shtml
Bendi á þessa lesningu máli mínu til stuðnings, sjá kafla um track, lið 2.
Ókei, bæ!
SBN
Skrifa ummæli