fimmtudagur, september 06, 2012
Fimmtudagur 6. september - Þjófstartað
Í dag var ákveðið að þjófstarta að beiðni eins félagsmanns og leggja af stað kl. 1155 í stað 1208. Skilaboð þar að lútandi virðast hafa borist sumum en öðrum ekki. Lagt var af stað rangsælis umhverfis flugvöllinn. Við Suðurgötu beygðu Dagur, Guðni og Oddgeir af en Þórdís og Sæli héldu keik áfram, sögðust ætla að fara um Hofsvallagötu. Á Suðurgötu hófu þeir er beygðu af tempóhlaup og var hlaupið á þéttu tempói næstu 4 km (hraði á bilinu 4:05 - 4:20 min/km). Talið er að Þórdís og Sæli hafi haldið jöfnu tempói alla æfinguna. Þegar verið var að toga og teygja að hlaupi loknu komu á þéttu brokki, með stuttu millibili, Jóhann Þ. Jóhannsson, meðlimur sem lítið hefur mætt hingað til en hyggst bæta úr því, og Bjöggi bjútí. Ástæða þess að þeir voru ekki í samfloti með hópnum var sú þeir höfðu ekki vitneskju um að það yrði þjófstartað.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli