fimmtudagur, september 13, 2012

Þjálfun og keppni í maraþoni á OL 2012 - Æfingar, þjálfun og annar undirbúningur

Þjálfun og keppni í maraþoni á OL 2012 - Æfingar, þjálfun og annar undirbúningur


Fræðslufundaröð Laugaskokks og World Class um hlaup og hlaupaþjálfun verður fram haldið veturinn 2012- 2013. Fyrsti fundur vetrarins er helgaður æfingum og öðrum undirbúningi fyrir maraþonhlaup og einkum tekið mið af undirbúningi og keppni Kára Steins Karlssonar á Ólympiuleikunum í London nú í sumar svo og muninum á undirbúningum fyrir Ólympíuleikana og Berlínarmaraþon 2011. En í Berlínarmaraþoninu 2011 bætti Kári Steinn 26 ára gamalt Íslandsmet í maraþoni. Kári Steinn á nú Íslandsmet í maraþonhlaupi, hálfu maraþoni, 10 km. og 5 km. hlaupi.
Fyrirlesarar eru CARGO KINGS, Gunnar Páll Jóakimsson, íþróttafræðingur og Kári Steinn Karlsson. Fundurinn er 17. september kl. 20:00 í veitingasal Lauga í World Class Laugum og er aðgangur ókeypis.



Fjallað verður m.a. um eftirfarandi atriði, sér í lagi með hliðsjón af undirbúningi Kára Steins fyrir OL 2012:

Dæmigerð þjálfunaráætlun fyrir maraþonhlaup

Æfingaálag, tíðni og tegundir æfinga, km. á viku o.fl.

Helstu praktísku þættir sem snúa að undirbúningi fyrir keppni

Hlaupastrategía og markmiðasetning fyrir hlaupið

Mismunurinn á undirbúningi fyrir OL og Berlínarhlaupið 2011

Jafnframt fjallar Kári Steinn um þátttöku sína á ÓL sl. sumar og undirbúningstímabilið og svarar fyrirspurnum frá fundargestum.

Aðgangur er ókeypis.










Engin ummæli: