þriðjudagur, september 18, 2012

Þriðjudagur 18. september - Áttu áttu?

Ef þú átt áttu þá máttu.
Mættir: Guðni, Dagur, Jói, Þórdís, Fjölnir, Huld og Sigrún. Bjöggi le Beuf var á guðs vegum.
Úrvalsæfing er síamskettirnir komu með maraþonprógramm sitt færandi hendi, við mikinn fögnuð viðstaddra. Teknir voru 6 800m sprettir frá bakaríi að kirkjugarði, enda liggur leiðin beint þangað eftir svona æfingu. Kettirnir bættu svo við 4 sprettum inn í Fossvog til þess að fullvinna æfinguna.
Hörkuæfing og vel tekið á því.
P.S. Yasso skilar kveðju og segir að þetta sé allt að koma.
Kveðja,
Sigrún

Engin ummæli: