Frábært veður og þokkaleg mæting; Guðni, Sæli, Þórdís, Villi, Óli og Oddgeir. Ferð án fyrirheits þar sem hlaupið var í gegnum Öskjuhlíðarskóg, gegnum Fox-kirkjugarð, yfir brú og að Skógrækt. Þaðan var beygt til vinstri, upp með Borgarspítala, yfir í Háaleitið, í gegnum Fram-hverfið eins og það leggur sig og ekki áð fyrr en komið var að umferðaljósum í Valshverfi við Klambratún. Þaðan var síðan straujað að upphafspuntki. Alls ca. 7.5 km.
Ívar sást síðan spretta úr Öskjuhlíðarskógi er ofangreindur hópur var að ljúka sér af. Ekki er að öðru leyti vitað hvaðan hann kom.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli