Átta frískar lappir mættu en þær tilheyra þeim Jóni fráfarandi, hinum Jóa, Fjölni og Oddgeiri.
Lagt af stað í hefðbundinn hring via Hofsvallagata. Jón Örn var hins vegar með plan, geysigott plan, ef út í það er farið. Málið er nefnilega það að maðurinn er með stór og háleit markmið fyrir komandi misseri, markmið sem ekki verður farið nánar út hér að sinni.
Að skipan Jóns Arnar hófust 400m sprettir er komið var út á Ægisíðu. Alls urðu sprettirnir sex að tölu og stóðu menn sig almennt vel nema hvað Fjölnir gerði sér upp meiðsli, enda nýlega búinn að taka hálft FM hnakka maraþon og það á fínum tíma.
Alls tæpir 9 km.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli