Flestir þeir sem mættu í dag hlýddu skipun formanns og mættu í stuttbuxum (þið munið kannski að hann tók sér alræðisvald um daginn og lengdi stuttbuxnatímabilið einhliða um einn mánuð, þ.e. til loka október). Einhverjir þóttust hins vegar ekkert kannast við þessa tilskipun og mættu í síðum. Hitastig á hitamæli við Valsheimili (0° C) og vottur af snjókomu/slyddu minnti menn á að veturinn er ekki langt undan.
Hersingin, sem samanstóð að Guð-na (leiddi för), Sæla, stuttbuxna Jóni, síðbuxna Ívari, Oddgeiri, Úle og Bjögga fór Hringbraut á enda, þaðann inn á Ánanaust, um Vesturgötu, Austurstræti, Bankastræti, Skólavörðustíg, Skólavörðuholt og þaðan stystu leið að höfuðstöðvum. Jói hinn fyrri birtist svo þegar verið var að teygja. Hann hafði gengið (ansi nærri sér) í hádeginu, en var að öðru leyti hinn hressasti.
Ritarinn, óver end ád.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli