Tókum fimmþúskjellinn (5*1000m tempósprettir)í dag, sem telst bara "létt æfing" ef allt er tekið með í reikninginn. Mættir vóru: Gunnur, sem hörfaði inn Suðurgötu, Johnny, sem þóttist ætla að hörfa, Dagur, sem reiknaði eitthvað út ca. hálfa leiðina, Guðni, sem hleypur fyrir Össur (í flugdeildinni, af því hann hleypur ekki), Oddgeir, sem hækkaði í stigagjöf í Powerade, ekki af því hann stóð sig svo vel heldur af því hann er svo gamall, Jói og baunagrasið, af því að hann er í vexti, Bjöggi og byssurnar, af því að hann er skotveiðimaður og SBN því einhver þurfti að ráða æfingunni. Það var a.m.k. mjög gott veður til þess að eyða fimmþúsund kallinum og allir stóðu sig með stakri prýði.
Over and out,
SBN
Vísindahornið- Kolkrabbar hafa sem kunnugt er 8 arma og mun 3. armurinn jafnframt vera limur hans. "That´s the reason the third one is so hard", í kolkrabbanum, sko...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli