Fín mæting í dag. 10 litlir hlaupagikkir hlupu hefðbundinn flugvallarhring um Hofsvallagötu í fínu veðri. Helst bar til tíðinda, hvað mætinguna varðar, að lærleggur (lærlingur) Úle, hann Pétur, mætti og dröslaðist hina rúmu 8 km þó óvanur væri. Úle fékk reyndar nokkrar ákúrur frá meðhlaupurum sínum um mitt hlaup fyrir óþarfa skrafhreyfni við kvenpeninginn í stað þess að fylgjast afdrifum lærlingsins.
Þá bar það einnig til tíðinda að týndi sonurinn, hann Sigurgeir, lét veikt k(h)né fylgja kviði og mætti eftir langa fjarveru. Var honum allvel tekið.
Alls rúmir 8 km og allir kátir og sprækir að hlaupi loknu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli