Sex galvaskir, kiðfættir piltar úr Tungunum mættu á þriðjudagsæfingu. Dagur var með plan sem fólst í því að taka tempókafla inn í æfingunni þar sem hlaupið yrði frá horni Hofsvallagötu og Ægisíðu að "Kafara" (ca. 3.5 km) með mismunandi forgjöf/forskoti.
Eftir að menn höfðu gefið upp áætlað tempó fyrir tempókaflann var farið að reikna eftir kúnstarinnar reglum hvernær hver og einn skildi leggja af stað. Ef útreikningar væru réttir, og menn héldu sér á uppgefnu tempói, ættu allir að skila sér við "Kafara" á sama tíma. Það gekk ekki alveg eftir þar sem fremsti maður sprakk t.d. á limminu um miðja leið og hóf keppni í göngu. Að öðru leyti voru menn ekki svo langt frá þessu og skiluðu fjórir af sex sér nokkurn veginn á sama tíma við "Kafara".
Síðasta spölinn var svo tekinn "deddari" (rúmir 500m) í gegnum Öskjuhlíðarskóg með forgjöf.
Sem sagt alvöru æfing fyrir alvöru karlmenn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli