föstudagur, október 05, 2012

Föstudagur 5. okt - íslensk Túnga

Þrí amígos, Úle, Dagur og Oddgeir, mættir í frábæru haustveðri, sól og hægviðri.  Bæjarrúntur tekinn og margt skrafað þó einna helst um íslenska tungu.  Einn í hópnum (getið hver) hefur sterkar skoðanir á því hvað svokallaðir fræðingar séu að vilja upp á dekk með því að segja okkur hinum hvernig eigi að tala og rita íslensku.  Málfræðireglur og venjur eins og hvenær skuli rita stóran staf, einfalt i eða y, tíðir o.s.frv. eru að hans áliti einungis til trafala eðlilegri þróun íslenskrar tungu.

Spurður um það hvernig hann myndi t.d. skýra út á prenti hvort hann hefði séð fíl eða fýl svaraði hann eitthvað á þessa leið: "Ég sá fuglinn fíl".  Ef um hitt dýrið var að ræða yrði ritað: "Ég sá fílinn fíl".

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

bæ the vey ta vill ek líka ad tað verdi athugad med ad sleppa tvi ad skrifa serhljoda

thga mð ð slpp þv ð skrf srhljða - auðskiljanlegt ekki satt