Það hafði kvisast út að æfingin í dag yrði gæðaæfing með stóru G-i og var mæting með besta móti, alls 11 manns + Sveinbjörn sem ákvað að ganga í hægðum sínum. Gestur æfingarinnar var hún Sibba, sem ætlar með Huld og Sigrúnu til Frankfurt í lok mánaðar að keppa í pylsuáti.
Lengdur flugvallarhringur (rangsælis), sem hófst á upphitun uns tempóhluti æfingarinnar tók við á Hringbraut (við gatnamót Hofsvallagötu). Hlaupið um Framnesveg, Kaplaskjól og þaðan inn á Ægisíðu. Tvö 3000 metra tempóhlaup með 3 mín hvíld á milli. Lauk ósköpum þessum ekki fyrr en við Öskjuhlíð. Eftir það var niðurskokk að höfuðstöðvum. Alls 10k.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli