Enn í sigurvímu (og smá þynnku), eftir samfögnuð með sínum mönnum um helgina, mætti Fjölnir galvaskur til leiks og hljóp sigurhring umhverfis flugvöllinn. Sigrún, Þórdís og Oddgeir samglöddust honum og hlupu með honum. Formaður skokkklúbbsins samfagnaði einnig en hljóp aðeins hluta sigurhringssins.
Við komu að höfuðstövðum, eftir sigurhringinn, mættum við Úle með lærling að nafni Pétur sér til trausts og halds. Þeir tóku stuttu útgáfuna af hádegisæfingu. Ekki er enn vitað hvað Úle hyggst fyrir með lærlinginn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli