mánudagur, október 01, 2012

Drög að æfingaáætlun fyrir ASCA vorið 2013

Mánudagar : Þrekæfingar til að byrja með, sambland af hlaupum og styrktaræfingum. Verður síðan skipt út með meiri hraðaæfingum eftir því sem líður á tímabilið.

Þriðjudagar : 'No Whining Tuesdays', hefðbundinn eltingarleikur eftir getu og nennu hvers og eins, Hofsvallagatan+ eða forgjafarhlaup

Miðvikudagar : Rólegt-recovery. Styttra en venjulega og endað með góðum teygjum.

Fimmtudagar : Erfiðar æfingar á fimmtudögum. Byrjum í brekkum (Kolkrabbinn, Kirkjugarðurinn, Öskjuhlíðarbrekkan, Stokkurinn m.m.) til styrktar en færum okkur svo meira yfir í sprettina eftir því sem líður á undirbúninginn.

Föstudagar : 'Freaky Friday' að hætti hússins með nýjan gestaþjálfara í hverri viku sem ræður för.

Reikna skal með löngu hlaupi um helgar og bent á hina fjölmörgu skokkhópa sem skipuleggja svoleiðis. Annars erum við líka með sms-lista sem hægt er að vera með á. Þess á milli eru síðan lyftingar, sund, hjólreiðar, göngur eða hvaðeina sem fólki dettur í hug að taka sér fyrir hendur.

Æfingaráætlunin gerir ráð fyrir að ekki mæti allir alltaf en þó þannig að allir finni eitthvað við sitt hæfi og allir geti hlaupið með. Þannig geti þátttakendur, á eigin forsendum og markmiðum, tekið ákvörðun um það hvernig tekið er þátt í æfingunum hverju sinni. Einnig er alltaf hægt að 'fara sér'.

Stjórn skokkklúbbsins.

Engin ummæli: