þriðjudagur, október 30, 2012

Þriðjudagur 30. nóv - Norðan garri

Norðan garri mætti þeim er hlupu af stað frá höfuðstöðvunum í dag.

Alls mættu átta stykki: Dagur, Jón formaður, Jói hinn síðari, Oddgeir, Sigrún von Frankfurt, Bjöggi kenndur við fegurð, Heilla Dís og Fjölnismaðurinn.

Í dag var tempódagur í boði Jóns formanns, sem reyndar stytti sér leið og beygði af við Suðurgötu, ásamt Sigrúnu sem nýkomin er heim frá Frankfurt.  Annars var dagsskipun Jóns eitthvað á þessa leið: 5 km á tempóhraða.  Það þýddi fyrir þá sem hófu sprettinn á gatnamótum Hringbrautar og Hofsvallagötu að því takmarki yrði náð við ca. Kafara (menn hlupu síðan ýmist um Hofsvallagötu, Kaplaskjól eða Meistaravelli).  Var vel tekið á því, sérstaklega þegar stutt var í Kafarann og sumir sáu að aðrir voru u.þ.b. að ná þeim.

Rólegt niðurskokk í gegnum Öskjuhlíðarskóg að lokum.

Vegalengdir í dag frá 7 km til rúmlega 9 km.


Engin ummæli: