miðvikudagur, október 24, 2012

Styttist í aðalfund

Nú styttist óð-fluga í aðalfund félagsins og nokkrir félagsmenn voru á brainwash fundi í hádeginu í dag að finna til nýjar tillögur að lagabreytingum fyrir félagið.

Finnst Formanni ástæða til að minna félagsmenn á að skila inn tillögum að lagabreytingum fyrir kl. 08:00 þann 2. nóvember n.k. til einhvers stjórnarmanns.  Að öðrum kosti er óvíst að náist að fjalla um þær lagabreytingatillögur á aðalfundinum.

Annars mættu í Dag, Guðni, Óli, Björgvin, Þórdís, Ársæll og að sjálfsögu Formaðurinn.  Hljóp þetta lið rétt rúmlega 8 km á mismunandi tíma en allir lögðu þó af stað á sama tíma og komu í mark á sama tíma.

Formannskv.
Formaðurinn

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kings eru ánægðir með formannsbloggið síðustu daga. Greinilega kominn hugur í hann fyrir aðalfundinn.

Kv, Kings