Mættir: Dagur, Guðni og Sigurgeir
Dagur og Guðni fóru Suðurgötu á meðan 1/2 Kings fór Flugvallarhringinn með styttingum þar sem hægt var. Við fórum yfir glæsilegan árangur þeirra sem mættu í Powerade á fimmtudaginn, allir sem mættu stóðu sig með sóma. Það vantar samt töluvert upp á mætingu og skora ég á Ívar, Fjölnir, Óla og alla aðra til að mæta í næsta Powerade sem verður 13. des.
Einnig vil ég benda ykkur á að það er komin hlaupadagbók á hlaup.is og þar er búið að stofna hlaupahóp Icelandair, endilega skrá sig í hópinn!
Kveðja,
Kings Forever...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli