miðvikudagur, nóvember 14, 2012

Miðvikudagur 14. nóv - Ekki svo rólegur miðvikudagur

Svo virðist sem hinn rólegi þriðjudagur hafi farið illa í Dag því að í dag rauk hann af stað með látum, ásamt hinum hundtrygga aðstoðarmanni sínum Úle, og Oddgeiri.  Flugvallarhringurinn skildi það vera.

Við gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu sá Oddgeir sæng sína útbreidda og beygði af á Hofsvallagötu en Úle reyndi að hanga í Degi sem hélt áfram um Kaplaskjólsveg.  Degi nægði þetta ekki og tók því Perrann í leiðinni.  Fór svo að Dagur og Úle náðu Oddgeiri töluvert fyrir Kafarann.  Vel að verki staði.  Enn var Dagur ekki búinn að fá nóg og hljóp inn í kirkjugarð og Öskjuhlíðarskóg til þess að ná 10 km.

Góð æfing og ekki skemmdi fyrir að grúppía ein (segjum ekki hver) tók á móti þremenningunum í lok æfingar.

Engin ummæli: