föstudagur, nóvember 16, 2012

Föstudagur 16. nóv - Bæjarrúntur sem ekki varð

Guðna var falið að sjá um bæjarrúnt dagsins.  Farið var hefðbundin leið út á Hringbraut og töldu menn að fljótlega eftir það yrði beygt af leið og eitthvað niður í bæ.  Hins vegar varð ekkert úr því þar sem Guðni virtist mjög upptekinn í rökræðum við Síamssystur um eitthvert hitamál.  Því fór sem fór og enduðu menn og konur á því að taka hefðbundinn hring með mismunandi lengingum, eftir getu og áhuga.  Geiri Smart fór einungis um Hofsvallagötu, enda í ömurlegu formi, Guðni og Síamssystur fóru um Meistaravelli og Dagur og Oddgeir fóru um Meistaravelli með lengingu.  Í endamarki voru svo Jói gönguhrólfur og Þórdís að toga og teygja eftir sína æfingu.

Engin ummæli: